Hokkíhelgi

Enn ein hokkíhelgin er runnin upp og að þessu sinni er hún norðan heiða. Ekki skemmir fyrir að þessu sinni er hokkíleikir í karla- og kvennflokki  hluti af opnunarhátíð Vetraríþróttarhátíð ÍSÍ.

En að leikjum morgundagsins. Fyrri leikurinn er leikur Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur og hefst leikurinn klukkan 17.15. Eins og kom fram hérna á síðunni í gær eiga öll liðin enn möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Það mun ekki breytast á morgun og breytir þar engu hvort liðið tapar. Að sjálfsögðu ætla bæðin liðin sér sigur því hvert stig er dýrmætt. SR-ingar verða án Gauta Þormóðssonar sem er í leikbanni en einnig hafa einhver veikindi verið að stinga sér niður í hópinn. Ekk kemur þó í ljós fyrr en á morgun hvort þeir leikmenn sem hafa verið á veikindalistanum verða með eður ei. Hjá SA-mönnum eru allir leikmenn heilir.

Seinni leikur kvöldsins er leikur SA-yngri og Bjarnarins í kvennaflokki. Bjarnarstelpum finnst sjálfsagt SA-eldri komnar fullnálægt þeim á stigatöflunni og ætla sér því ekkert annað en sigur. Bjarnarstelpur töpuðu með naumindum gegn SA-eldri í síðasta leik þegar þær fengu á sig tvö mörk á loka mínútu leiksins. SA-yngri stelpunum hefur farið jafnt og þétt fram í íþróttinni. Skautatæknin hjá þeim er orðin ágæt og þeim hefur tekist að stríða hinum liðunum. Leikurinn hefst strax að karlaleiknum loknum.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.

HH