Hokkíhelgi

Hokkíhelgin er að sjálfsögðu svolítið mörkuð af því að U20 landsliðið er að keppa í Tyrklandi. Þrír leikir eru á dagskránni um helgina. Leikið er bæði heima og erlendis. Tveir fara fram á laugardaginn og einn á sunnudag.

Á laugardaginn klukkan 14.30 að íslenskum tíma hefst leikur Íslendinga og Ný-Sjálendinga. Hægt verður að fylgjast leiknum á netinu einsog hingað til. Ef við slettum á ensku þá má segja að þetta sé "do or die" leikur fyrir íslenska liðið. Með sigri hefur íslenska liðið unnið sér rétt til að leika í 2. deild að ári. Þá gerist það að öll íslensk karlalandslið verða á sama tíma í 2. deild og sýnir enn einusinni að íslenskt íshokkí er á réttri leið. En leikurinn er ekki unnin en vonandi ná strákarnir okkar góðum leik og sýna sitt rétta andlit í leiknum. Nú er rétti tíminn.

Síðar um daginn eða nánar klukkan 18.00 mætast á Akureyri lið SA eldri og Bjarnarins. Bjarnarstelpur hafa nokkura forystu í kvennakeppninni en eitthvað mun vanta upp á að þær mæti norður með fullskipað lið á morgun. SA-stúlkur eiga því ágætis möguleika á að krækja sér í stig og nálgast Bjarnarstelpur, nái þær sigri á morgunn. 

Á sunnudaginn er síðan einn leikur hjá íslenska U20 liðinu en á þessari stundu liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Við göngum þó útfrá því að leikurinn hefjist klukkan 18.00 að íslenskum tíma því þá hefst leikurinn um gullið í Istanbul í Tyrklandi. Við flytjum því nánir fréttir af því á morgun.

HH