Hokkíhelgi

Þessi helgi er eign 4. flokks. Strax klukkan 8 í fyrramálið mun Bautamótið hefjast og þegar yfir um líkur hafa verið spilaðir 12 leikir á tveimur dögum. Að þessu sinni senda öll liðin bæði a og b lið sem sýnir að ágætis gróska er í þessum flokki. Til að krydda upp á mótið er einnig haldin skotkeppni og án nokkurs vafa verður barist hart um sigurinn þar.

Þess má geta að allir leikirnir hafa verið settir inn í beina textalýsingu og við vonumst til, ef allt gengur upp að hægt verði að sjá úrslit allra leikja jafnóðum og þau berast hér.

Leikir í öðrum flokki sem áttu að vera um helgina falla niður.

HH