Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni er ferðalag liða Bjarnarins í meistara- og 3ja flokki til Akureyrar. Leikið verður á morgun laugardag og hefst meistaraflokkksleikurinn klukkan 17.30.

Björninn hefur lengi vel ekki sótt gull í greipar norðanmanna og svosem ómögulegt að vita hvort það breytist í þetta sinn. Eitt er þó víst að með hverjum leiknum sem þessi lið leika þá styttist í að Björninn hafi sigur. Ekki er annað vitað en allir leikmenn séu heilir í báðum liðum nema hvað Josh Gribben og Jón B. Gíslason eru enn frá í liði SA. Einhverjir leikmenn Bjarnarins eru einnig frá vegna anna í skóla en maður kemur i manns stað. Bæði liðin lutu í lægra haldi fyrir Skautafélagi Reykjavíkur í sínum síðasta leik svo bæði vilja þau ná sér í stigin þrjú sem eru í boði.

Einsog áður sagði leikur 3. flokkur liðanna og hefst sá leikur strax að meistaraflokksleiknum loknum.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH