Hokkíhelgi

Hokkíhelgi er að renna upp og að þessu sinni eru það Akureyringar sem eru að renna í bæinn. Þrátt fyrir að vera að mörgu leiti hefðbundin að mörgu leyti þá er eitt og annað sem er óvenjulegt við hana.

Fyrst ber þar að nefna að leikur Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar verður sýndur beint á netinu. Það er fyrirtækið Sporttv sem sér um útsendinguna en forráðamenn SR-inga eru frumkvöðlar að verkefninu. Leikurinn verður líka í beinni textalýsingu þannig að þeir sem ekki eiga möguleika á að sjá leikinn hafa þarna möguleika á að fylgjast með. Leikurinn er á morgun laugardag og hefst klukkan 18.30 í Laugardalnum

En að leiknum sjálfum. SR-ingar hafa í síðustu leikjum verið ansi eitraðir fram á við og fyrsta línan þeirra farið hamförum í síðustu leikjum. SA-menn gera sér að sjálfsögðu grein fyrir því og þrátt fyrir að vera aðeins vængbrotnir þessa dagana munu þeir að venju láta SR-ingana hafa fyrir hlutunum. Athygli vakti hinsvegar í síðasta leik SR-inga á móti Birninum að þeir mættu ekki með fullmannað lið og ekki er vitað hvort svo verður áfram.

Strax að leik loknum munu sömu lið spila í 3. flokki en sá leikur gæti verið að hefjast upp úr klukkan 21.00.

Á sunnudagsmorgninum hefjast síðan æfingabúðir hjá landsliðshópnum. Einsog ævinlega er hópurinn stór í byrjun en smátt og smátt mun kvarnast úr honum. 

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH