Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni æði fjölbreytt í þetta sinnið og segja má að aldurshópurinn sé æði breiður en bæði er spilað sunnan og norðan heiða að þessu sinni.

Við byrjum á hinu sígilda Brynjumóti sem að sjálfsögðu er á Akureyri. Börnin í Reykjavík voru um tvöleytið að stíga upp í rútu til að halda norður. Mótið er að sjálfsögðu einn af hápunktunum í mótastarfi 5, 6 og 7 flokks en einnig fá byrjendur að reyna sig. Dagskrá mótsins má sjá hér.

Á morgun munu einnig á Akureyri leiða saman hesta sína lið Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins í 2. flokki karla. Þessi tvö lið hafa tvisvar áður keppt á þessu tímabili og skiptu með sér sitthvorum sigrinum. Ekki er vitað enn hvort hægt verður að fylgjast með leiknum í netútsendingu en þeir sem hafa áhuga geta kíkt við á morgun og séð hvort kerfið verður virkt. Leikurinn hefst klukkan 19.45.

Heldri menn eru líka að spila þessa helgina en í Egilshöll hófst í gærkvöld. Þar leika heldri manna lið SA, SR og Bjarnarins ásamt liði London Devils, Seatle og samansafni af leikmönnum frá Toronto, USA og Íslandi. Dagskrá mótsins má sjá hér.

HH