Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni er fjölbreytt og þá sérstaklega hjá konum og börnum. Strax í kvöld hefst Icelandair-cup kvenna í Egilshöll en þar er á ferðinni opið mót með þátttöku allra þeirra kvenna sem æfa íshokkí, hvar í flokki eða félagi sem þær stand. Mótinu lýkur á morgun með leik um brons, silfur og gull. Fjögur lið eru skráð til keppni en svokallað "val" var notað til að raða liðum niður.

Eftir úrsltin í kvennamótinu leika 2. flokkur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í Egilshöllinni. Bæði liðin eru taplaus og því spennandi að sjá hvernig leikar fara.

Í Laugardalnum verður hinsvegar hátíð barnanna því bæði á laugardag og sunnudag verður haldið mót 5; 6. og 7. flokks. Leikið verður á morgnanna og síðdegis en einnig verður hluti af ísnum nýttur í þrautir ofl. Hægt að lofa brjáluðu fjöri á þeim vígstöðvum.

Dagskrár kvenna- og barnamótsins má finna hægra meginn á síðunni okkar.

Góða skemmtun.

HH