Hokkíhelgi

Um helgina fara fara fram tveir leikir á íslandsmótinu í íshokkí. Báðir leikirnir fara fram á laugardeginum og eru á Akureyri. Það eru Bjarnarmenn sem setjast upp í rútuna og halda norður yfir heiðar.

Fyrri leikurinn sem hefst klukkan 17.30 er í 2. fl. karla en Bjarnarmenn unnu í fyrsta leik sínum í þessum flokki nokkuð öruggan sigur á SR-ingum.

Síðari leikurinn er milli SA jr. og Bjarnarins í kvennaflokki og hefst hann að fyrri leiknum loknum. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem líð nýtir sér þá reglu að skrá fleira en eitt lið í keppni. Þetta er jafnframt fyrsti leikurinn í kvennakeppninni þetta árið. Reglan sem áður var minnst á gerir ráð fyrir að leyfilegt sé að færa þrjá leikmenn milli liða og er henni ætlað að styrkja uppbyggingu á nýjum liðum. Það verður því gaman að sjá hvernig til tekst. Mótahaldið hjá konunum þetta árið verður nokkuð meira en á síðustu árum. Gert er ráð fyrir hefðbundinni deildarkeppni en einnig að haldin verði tvö helgarmót. Reglur varðandi helgarmótin gætu orðið töluvert sveigjanlegri heldur en gerist á íslandsmóti þannig að sem flestar stelpur geti spilað Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. 

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH