Hokkíhelgi

Smátt og smátt fer hokkítímabilið að rúlla í gang. Um helgina hefst keppni á vegum ÍHÍ og það er 4. flokkur sem ríður á vaðið með bikarmóti sem haldið verður norðan heiða á morgunn. Nánar tiltekið á Akureyri. Smátt og smátt bætast aðrir flokkar við. 2. og 3. flokkur hefja keppni strax í næstu viku og um næstu helgi hefst síðan keppni í meistaraflokki. Við vonum svo sannarlega að keppnin verði spennandi þetta árið rétt einsog fyrri ár og að menn njóti þess að spila hokkí og ekki síður að áhorfendur komi og njóti leiksins.

HH