Hokkíhelgi

Þrátt fyrir að langt sé liðið á hokkítímabilið er ekki þar með sagt að allir leikmenn séu komnir í sumarfrí og langt frá því. Á morgun leika á Akureyri Skautafélag Akureyrar og Bjarnarins og hefst hann klukkan 18.00. Í þessum liðum eru leikmenn sem m.a. fóru til Erzurum í Tyrklandi með U18 til keppni á HM. Þessir leikmenn fá nú tækifæri til að sýna afhverju þeir enduðu í efsta sæti á mótinu.

Á laugardaginn hefst einnig Útvaldir '96 (Selects Hockey) í Egilshöllinni. Þar eru samankomnir leikmenn frá Evrópu og Ameríku ásamt ungum leikmönnum frá Íslandi. Útvaldir stendur frá laugardegi til miðvikudags með bæði æfingum og leikjum. Dagskrá Útvaldra '96 má sjá hér.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH