Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni er eign stelpnanna því að um helgina ráðast úrslitin í meistaraflokki kvenna. Þá leika Skautafélag Akureyrar og Björninn á Akureyri. Fyrri leikurinn er í kvöld og hefst leikurinn klukkan 22.00. Liðin leika síðan aftur á morgun og hefst sá leikur klukkan 18.00.

Staðan í mótinu er nú þannig að SA-stúlkur eru með 15 stig en Bjarnarstúlkur 9 en jafnframt eru 6 stig í pottinum. Markahlutfallið er hinsvegar jafnt, þ.e. núll. Verði liðin jöfn að stigum gildir markatalan. Það er því ljóst að til að Bjarnastúlkur eigi möguleika á titlinum verða þær að vinna báða leikina á meðan SA-stúlkum  nægir jafntefli úr öðrum leiknum.

Eitthvað er um mannabreytingar í liðunum og þá mest hjá SA en það ræðst mest af þeirri frjósemi sem er í gangi norðan heiða. 

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.

HH