Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni fer öll fram á norðurlandi en Bjarnarmenn halda norður yfir heiðar og spila þar í karlaflokki og 3ja flokki. Fyrsti leikurinn fer fram í kvöld klukkan 22.00 en þá leikur meistarflokkar liðanna. Leikurinn hefur litla þýðingu varðandi íslandsmótið og líklega að SA-menn muni nýta hann til að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina við Skautafélag Reykjavíkur. Bjarnarmenn sýndu hinsvegar um síðustu helgi ágætis leik gegn SA-mönnum og eru greinilega farnir að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Mikið af ungum leikmönnum fékk að reyna sig í þeim leik og því líklegt að þeir haldi áfram á sömu braut. Seinni leikur sömu liða fer fram á morgun klukkan 18.00.

Um helgina leikur einnig 3. flokkur sömu liða. Fyrri leikur þeirra fer fram á laugardagsmorgun klukkan 08.00 og sá eftir að leik meistaraflokkanna er lokið.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.

HH