Hokkíhelgi

Segja má að hokkíhelgin sé eilítið óvenjuleg að þessu sinni því meistaraflokkur kvenna og karla leika bæði annað kvöld.

En byrjum á byrjuninni því í kvöld leika Björninn og Skautafélag Akureyrar í meistaraflokk kvenna í Egilshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 20.30. SA-stúlkur hafa sex stiga forskot á Björninn, en tólf stig eru í pottinum og því allt opið ennþá um hvort liðið hampar íslandsmeistaratitlinum. Helgin er því stór í kvennahokkíinu því á morgun klukkan 18.30 leika liðin aftur og því má segja að úrslitin geti ráðist í íslandsmótinu um helgina. Guðrún Arngrímsdóttir sem lék á árum áður með liði SA hefur hafið æfingar á ný og ekki er annað vitað en að bæði lið geti stillt upp sínu sterkasta liði.
 
Að leik stelpnanna loknum á laugardagskvöldinu leika karlalið liðanna í meistaraflokki.

HH