Hokkíhelgi

Það er orðið nokkuð langt síðan akureyringar fengu heimaleik í meistaraflokki karla en nú er loksins komið að því. Í kvöld klukkan 22.00 mæta þeir Skautafélagi Reykjavíkur og fer leikurinn að sjálfsögðu fram í skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 22.00. Bæði lið eiga að vera fullmönnuð nema hvað Jón B. Gíslason er enn að jafna sig af handarbrotinu og leikur því ekki með. Liðin hafa leikið átta leiki það sem af er tímabilinu og skipta með sér vinningum, þ.e. bæði lið hafa unnið fjóra leiki. Síðasti leikur liðanna fór fram í Laugardalnum og þar unnu SA-menn auðveldan sigur í leik sem SR-ingar vilja annaðhvort læra af eða gleyma sem fyrst.

Á morgun laugardag leika svo sömu lið og hefst sá leikur klukkan 18.00 og strax að þeim leik loknum tekur 3. flokkur SA og SR við og klárar þessar hrinu.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH