Hokkíhelgi

Miðað við síðast liðnar helgar er þessi helgi með rólegra móti. Einungis einn leikur er fyrirhugaður en það er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar. Leikurinn fer fram á morgun laugardag og er að sjálfsögðu í Laugardalnum og hefst hann klukkan 19.00.

Liðin hafa leikið sjö leiki á þessu ári og af þeim hafa sunnanmenn unnið fjóra leiki en norðanmenn þrjá. Það bendir að sjálfsögðu til þess að þeir sem láta sjá sig fái spennandi leik að horfa á. Liðin eiga, að þessum leik meðtöldum, eftir að leika þrjá leiki gegn hvort öðru þannig að 9 góð stig eru í þeim potti.

Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á netinu en finna má tengil hægra meginn á forsíðu ÍHÍ.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH