Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram í Egilshöll og hefst í kvöld klukkan 21.00. Þá leika Björninn og Skautafélag Akureyrar í meistaraflokki karla. Sömu lið munu síðan hittast á öllu kristilegri tíma á morgun eða klukkan 19.00 og strax að þeim leik loknum spila sömu lið í 3ja flokki.

Ekki er annað vitað en að flestir leikmenn liðanna gangi heilir til skógar nema hvað Jón B Gíslason er enn að jafna sig að handleggsbroti sínu. Norðanmönnum bættist hinsvegar við liðsafli í vikunni en það er Rúnar Freyr Rúnarsson nýkominn heim frá Danmörku. Bein textalýsing ætti að vera frá leiknum í kvöld í "danska kerfinu" þannig að akureyringar og aðrir nærsveitamenn þurfa ekki frekar en þeir vilj að mæta í höfuðstaðinn. Og fyrst minnst er á danska kerfið þá er einsog eg sagði hægt að taka út úr því ýmsar upplýsingar. M.a hver skorar "sigurmark leiksins" en á ensku nefnist það Game Winning Goal. Sá sem trónir á toppnum með þrjú sigurmörk er Stefán Hrafnsson leikmaður Skautafélags Akureyrar. Þrír leikmenn hafa náð þessum árangri tvisvar en það eru þeir Josh Gribben (SA), Daníel Kolar (SR) og Gauti Þormóðsson (SR)

Síðar í dag bætast við fleiri fréttir vegna þessa kerfis sem smátt og smátt er að komast í gang.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH