Hokkíhelgi

Stærðarinnar hokkíhelgi er að ganga í garð og að þessu sinni fer hún öll fram í Egilshöllinni. Hafist verður handa klukkan 20.30 í kvöld en þá fer fram leikur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í 2. flokki karla.
´
Strax á laugardagsmorgun verður síðan hafist handa við Landsbankamótið sem er mót í 4. og 5 flokki og spilað er allan daginn eins og sjá má í dagskránni sem er mjög viðamikil.

Klukkan 20.00 leika svo sömu lið og léku kvöldið áður í 2. flokki og þegar þeim leik verður lokið hefur dagskráin varað í u.þ.b. 14 klukkustundir.

Á sunnudagsmorguninn hefst síðan 4. og 5. flokks mótið aftur.

Góða hokkíhelgi.

HH