Hokkíhelgi

Þótt sumir myndu segja að lítið væri að gerast í hokkíinu þessa helgina er ég nokkuð vissum að krakkarnir í 6. og 7. flokk eru því ekki sammála. Um helgina fer nefnilega fram hið vinsæla Brynjumót sem kennt er við samnefnda verslun sem er í innbænum á Akureyri. Samkvæmt sagnfræðingi þeirra norðanmanna er þetta fimmtánda Brynjumótið sem haldið er og því komin góð hefð fyrir því. Enginn vafi er á að þarna mun verða mikið fjör.

Um helgina fara einnig fram tvær landsliðsæfingabúðir. Annarsvegar fyrir U18 á Akureyri og hinsvegar fyrir aðal karlalandsliðið hér í Reykjavík. Dagskrá U18 búðanna liggur alveg ljós fyrir en enn er verið að athuga með dagskrá karlalandsliðsins. Á þetta eingöngu við um hvernig fyrri part laugardagsins hjá aðalliðinu verður háttað en þar verðum við að bíða ÍBR. Breytingin verður kynnt á fundi með leikmönnum í kvöld en lýtur annars svona út.

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH