Hokkíhelgi

Að þessu sinni er það 2. flokkur karla sem á hokkíhelgi. Það eru þó ekki Stubbarnir og Ljónin sem leika eins og í leikmannaprófinu sem menn hafa þreytt undanfarna daga heldur Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur sem leika í skautahöllinni á Akureyri. Leikið verður bæði föstudag og laugardag eins og sjá má á forsíðunni hérna til hægri. Eins og oft hefur verið sagt áður eru leikir 2. flokks í flestum tilvikum góð skemmtun þar sem hraðinn og tæknin fá að njóta sín. Á tímum versnandi efnahags er íshokkí ódýr skemmtun og því um að gera að skella sér á leik.

HH