Hokkíhelgi

Nú eru rúmlega tvær vikur liðnar síðan fysti leikur var leikinn í meistaraflokki karla á íslandsmóitinu í íshokkí og kominn tími á að hleypa stelpunum að. Á morgunn leika í Egilshöllin Björninn og Skautafélag Akureyrar í kvennaflokki og hefst leikurinn klukkan 18.30. Breytingar hafa orðið hjá báðum liðum síðan frá því á síðasta tímabili og má þar nefna að Anna Sonja Ágústsdóttir SA-kona leikur í Svíþjóð um þesar mundir. Einnig hef ég heyrt að einhverjar norðanstúlkur standi í að fjölga sér og sínum og vonandi mæta þær bráðhressar til leiks þegar því er lokið. Hjá Birninum er Flosrún Vaka komin aftur heim frá Danmörku og mun það vafalaust styrkja lið Bjarnarins.

Á eftir leik stelpnanna leika sömu lið í 2. flokki karla og má gera ráð fyrir að sá leikur hefjist um klukkan 21.00.

Þess má að lokum geta að hið sívinsæla leikreglupróf frá ÍHÍ verður lagt fyrir leikmenn gestanna að norðan þannig að það er bara enn meira til að hlakka til.

HH