Hokkíhelgi

Frá leik fyrr í vetur                                                                                                 Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Hokkíhelgin mun að þessu sinni fara fram á norðurlandi, nánar tiltekið á Akureyri. Þar leika á morgun, laugardag, lið Víkinga og Húna í meistaraflokki karla og hefst leikurinn klukkan 16.30 Síðasti leikur liðanna fór fram í Egilshöll um miðjan desember og lauk þeim leik með sigri Víkinga sem gerðu 6 mörk gegn 4 mörkum Húna. Það voru hinsvegar Húnar sem skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og segja má að Húnar hafi gert Víkingum lífið nokkuð leitt. Það má því búast við spennandi leik á morgun. 

Á Akureyri eru líka þessa dagana kvennalandslið Ástrala sem kom hingað í vikunni til æfinga og keppni og hélt rakleiðis norður yfir heiðar. Ástralska liðið mun síðan í næstu viku koma suður og leika og æfa hér áður en það heldur af landi brott. Við flytjum frékar fréttir af ferðalagi andfætlinganna í næstu viku.

HH