Hokkíhelgi

Frá leik andfætlinga og norðanstúlkna í liðinni vikur                                             Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Hokkíhelgin litast að þessu sinni nokkuð að því að U20 ára landslið okkar er á ferðalagi til Nýja-Sjálands. Það er þó eitt og annað að gerast sem vert er að minnast á.

Konurnar verða uppteknar alla þessa helgi og hófust reyndar handa í gær þegar haldin fundur með landsliðskonum. Í morgun var svo æfing í Laugardalnum og áfram verður haldið alla helgina við æfingar og keppni. Þrír leikir eru áætlaðir um helgina gegn ástralska liðinu sem hefur verið í heimsókn hérna undanfarna viku. Leikjaplanið hjá liðunum er eftirfarandi:

Föstuddagur – Egilshöll  klukkan 19.15
Laugardagur – Skautahöllin í Laugardal klukkan 18.15
Sunnudagur - Skautahöllin í Laugardal klukkan 21.15

Um helgina fer einnig fram helgarmót í 3ja flokki en um tíma leit út fyrir að fresta þyrfti mótinu vegna hálku á þjóðvegum. Sem betur fór var það ekki raunin og leikmenn núna á leiðinni með rútu norður. Dagskrá mótsins má sjá hér.

HH