Hokkíhelgi

Fyrsta hokkíhelgin á nýju ári er nú um helgina en þá fara fram tveir leikir en báðir eru þeir í Egilshöll.

Á morgun, laugardag, leika klukkan 16.30 í meistaraflokki karla Björninn og Víkingar í meistaraflokki karla. Vegna tíðra frestana hafa liðin aðeins leikið tvo leiki fram til þessa og hefur Björninn haft fimm stig af sex stigum mögulegum útúr þeim viðureignum. Hjá Birninum er Kópur Guðjónsson meiddur og Daníel Kolar er tæpur. Víkingar mæta með sterkt lið í höfuðborgina, Lars Foder er kominn aftur til landsins en Zdenek Prochazka hefur hætt að leika með liðinu.

Að karlaleiknum loknum verða það  Björninn og Ásynjur sem mætast í meistaraflokki kvenna. Ásynjur hafa borið höfuð og herðar yfir liðin í kvennadeildinni en fyrrnefnd lið hafa leikið tvo leiki á þessu tímabili. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi lengi vel en í þeim síðari unnu Ásynjur stórsigur á Bjarnarkonum. Ásynjur hafa því haft öll sex stigin sem í boði voru í leikjum liðanna en á morgun eiga Bjarnakonur möguleika á að jafna skorið að einhverju leyti.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH