Hokkíeyjan

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Á fésbókinni má nú finna síðu er nefnist Hokkíeyjan (áður NHL Ísland) en einsog nafnið gefur til kynna er síðan ætluð áhugafólki um íshokkí. Síðan er rekin af fjórum félögum sem allir hafa mikinn áhuga á hokkí og fjallar um allt sem tengist íshokkí, bæði heima og erlendis.
Einnig má finna þá á Twitter en þeir félagar stefna að því að koma sér upp heimasíðu þegar fram líða stundir. Þá hafa þeir einnig tekið að sér lýsingar á einstaka leikjum sem streymt er hér heima og ekki ólíklegt að þar verði framhald á.

Hokkíeyjan stendur einnig fyrir því að áhugamenn á höfuðborgarsvæðinu hittist á veitingastaðnum Classic Rock og horfi saman á NHL leiki. Næsti leikur sem stefnt er á að horfa á er leikur stórliðs Toronto Maple Leafs og Boston Bruins sem verður á laugardaginn.

Íshokkí á Íslandi veitir ekki af öllum þeim kröftum sem tiltækir eru til að breiða út fagnaðarerindið og við óskum þeim alls hins besta.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson.

HH