Hokkídagurinn mikli

Hokkídagurinn mikli sem er kynningardagur á íshokkí fer fram hjá félögunum okkar um helgina. Dagurinn verður á morgun, laugardag, í Egilshöll. En á sunnudaginn verður hann í skautahöllunum í Laugardal og á Akureyri. Dagskráin stendur milli 13 og 15 og mun áberandi auglýsing birtast um daginn á morgun. Auglýsinguna má einnig sjá hér en það voru þeir Viðar Garðarsson og Kristján Maack sem komu að gerð hennar.

Til að nýta mátt netsins skora ég á allt íshokkífólk að setja þessa frétt eða auglýsinguna upp á þeim samskiptavefjum sem þeir eru á s.s. Facebook eða Twitter. Svalasta íþrótt í heimi á það skilið.

Myndina tók Kristján Maack.

HH