Hokkídagurinn mikli

Hokkídagurinn mikli, sem er kynningardagur ÍHÍ og aðildarfélaga þess, fer fram á laugardaginn næstkomandi. Kynning er í höllunum bæði í Reykjavík og á Akureyri og hefst klukkan 13.00 og stendur til 16.00. Til að íþróttin nái að dafna er nauðsynlegt fyrir öll félögin að ná inn nýjum iðkendum. Dagur eins og þessi er þeim því mjög mikilvægur. Stofnaður hefur verið viðburður um daginn á facebook og við hvetjum alla þá sem vilja veg íþróttarinnar sem mestan að deila viðburðinum. Frekari upplýsingar um daginn og aðildarfélög okkar má einnig fá á www.ishokk.is

HH