Hokkídagurinn mikli


Frá barnamóti                                                                                                                        Mynd: Ómar Þór Edvardsson

Hokkídagurinn mikli verður haldinn laugardaginn 1.september nk í öllum skautahöllum á landinu.

Það er Íshokkísamband Íslands ásamt aðildarfélögunum Skautafélagi Reykjavíkur, Skautafélaginu Birninum og Skautafélagi Akureyrar sem standa fyrir Hokkídeginum Mikla, sem er opinn kynningardagur á íshokkí.

Kynningin er opinn öllum börnum, af báðum kynjum, sem áhuga hafa á að prófa íþróttina. Hægt er að fá lánaðan nauðsynlegan búnað og leiðbeinendur verða á staðnum til aðstoðar. 

Opið er sem hér segir:

Egilshöllin, Fossaleyni 1 Grafarvogi – Opið frá 13.00 – 16.00
Skautahöllin Akureyri, Naustavegi 1 – Opið frá 13.00 – 16.00
Skautahöllin í Laugardal, Múlavegi 1 – Opið frá 13.00 – 17.00

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sjá nánar á www.ishokki.is

Við hvetjum lesendur okkar til að deila fréttum af deginum á samfélagsmiðlum s.s. einsog Facebook.

HH