HokkíbúðirÍ júlí næstkomandi mun Alþjóða Íshokkísambandið standa fyrir hokkíbúðum í Vierumaki. Búðirnar verða dagana 15 - 22 júlí. Rétt einsog venjan hefur verið eru búðirnar annað hvert ár tileinkaðar kvennahokkí og svo er að þessu sinni. Námskeiðin að þessu sinni eru eftirfarandi:

  • Þjálfarar
  • Markmannsþjálfarar
  • Liðsstjórar (Team Managers)
  • Tækjastjórar
  • Dómarar


Einnig verður tveimur leikmönnum boðið að taka þátt og svo er sérstakt kvennanámskeið sem á ensku kallast Women's Hockey Learn to Play Instructor.

Þau sem hafa áhuga á að sækja um eða vantar frekari upplýsingar, að undanskildum leikmönnum , er bent á að senda póst á ihi@ihi.is sem fyrst.  

HH