Hokkí helgi framundan

Þrír íshokkíleikir eru um helgina.

Föstudagskvöldið 5.janúar kl 19:45 í Skautahöllinni í Laugardal mun eigast við Umfk Esja og SR.  Um er að ræða 31. leik í mótaröðinni í Hertz-deild karla.  Facebook kynning, ýta hér.

Laugardaginn 6. janúar mun svo Hertz-deild kvenna halda áfram þegar sameinað lið Bjarnarins og SR mætir SA-Ynjum í Skautahöllinni í Laugardal og hefst leikur kl 18:00. Facebook kynning, ýta hér. Á sama tíma fer fram í Egilshöll 3.fl leikur, Björninn - SA Jarlar.

Landsliðsæfing U20 fer fram laugardagksvöld kl 20:00-21:30 í Egilshöll og svo aftur sunnudagsmorgun kl 11:30 til 13:00.

Sjáumst hress og kát á ísnum.