HM ungmennalandsliðs 2010

Eftir frækilegan sigur í 3ju deildar keppni HM í Erzurum síðastliðið vor er komið að því að undirbúa sig fyrir næstu keppni en að þessu sinni er íslenska liðið í a-riðli 2. deildar. Með íslenska liðinu í riðli eru eftir styrkleika:

Ítalía
Eistland
Rúmenía
Króatía
Serbía

Íslenska liðið er svo neðst í riðlinum að styrkleika enda nýkomið upp. Keppnin, rétt einsog keppni karlalandsliðsins, mun fara fram í Eistlandi í mars á næsta ári. Nánar tiltekið dagana 13. - 19. mars í borginni Tallinn.

Mynd Björn Geir Leifsson

HH