HM U20 í Rúmeníu byrjar í dag

Í dag kl. 17:00 (15:00 að íslenskum tíma) hefur íslenska landsliðið keppni á Heimsmeistararamótinu í Miercurea Ciud í Rúmeníu.  Fyrsti leikurinn verður gegn Spánverjum og þar má reikna með spennandi leik.  Við höfum unnið Spánverjana í þessum aldursflokki í eitt skipti en þeir okkur eitthvað oftar, en leikirnir eru venjulega mjög spennandi.  Spánverjar eru litlir, snöggir og mjög fylgnir sér og hafa reynst okkur erfiðir andstæðingar í gegnum tíðina og því ljóst að engin vettlingatök munu duga á þá í dag.
 
Úrslit leiksins verða birt hér á síðunni um leið og þau liggja fyrir en einnig munu þau birtast á www.iihf.com sem er heimasíða Alþjóða Íshokkísambandsins.  Þar má einnig finna ýmsar frekari upplýsingar þegar líða tekur á mótið.  Áfram Ísland!!!