HM - U20 - 2009

Tuttugu ára liðið okkar féll niður um deild þetta árið, þ.e. úr 2. deild niður í þá 3ju deildina, og því ekkert annað sem kemur til greina en að endurheimta sætið aftur. Í hinum riðlinum í deildinni var það hlutskipti Kínverja að fara niður og verða þeir því með okkur í keppninni á komandi ári. Úr þriðju deildinni voru það Ný-Sjálendingar og Serbar sem fóru upp. Önnur lið í deildinni eru Armenar, Suður-Afríka, Tyrkland, Búlgarar og Ástralir. Athygli vekur að að Ástralar ná einungis 4ja sætinu í riðlinum í 3ju deild á meðan karlaliðið þeirra er að vinna sig upp í 1. deild. Þetta helgast að því að mikið er um “útlendinga” í ástralska liðinu, þ.e. sterka leikemenn sem koma frá Kanada og fleiri löndum. Þess má geta að mfl. lið í Ástralíu getur haf sjö erlenda leikmenn innan sinna vébanda en þó mega einungis fimm vera á leikskýrslu hverju sinni.

HH