HM - U18 - 2009

Átján ára liðið okkar varð að þola það hlutskipti að komast ekki upp úr þriðju deild þetta árið. Liðið fór til Izmit í Tyrklandi en að þessu sinni var keppt i tveimur riðlum í 3ju deildinni, þar sem of mikið af liðum var orðið til að halda keppnina í einum riðli. Í okkar riðli voru það Serbarnir sem fóru upp en í hinum riðlinum var það lið Mexíkó sem tók titilinn á sínum heimavelli. Keppnin í báðum riðlum 2. deildar í U18 fór fram í lok mars og til upprifjunar þá voru það árangri Kínverjar og Spánverjar sem fóru upp árið á undan en íslenska liðið var eimitt í baráttunni við þau þegar keppnin var haldin í Peking. Þá var einungis einn riðill í deildinni og íslenska liðið vann 13 af þeim 15 lotum sem það lék. Því miður töpuðust hinar hinsvegar það stórt að það nægði til að íslenska liðið fór ekki upp það árið. En aftur að keppninni í II. deild en bæði fyrrnefndu liðin héldu sætum sínum og náðu Spánverjarnir að vinna tvo leiki í sínum riðli en Kínverjar einn. Í stað þeirra fóru niður lið Ísraels og Ástralíu. Ekki er ólíklegt að þessi lið verði höfuð andstæðingar íslenska liðsins á næsta ári og nú fer alveg að koma tími á að okkar drengir komi sér upp. HH