HM-mót komandi tímabils


Á þingi Alþjóða Íshokkísambandsins sem fram fór í Stokkhólmi í liðinni viku var gengið frá hvar HM-mót sem íslensku landsliðin taka þátt í fara fram.

Karlaliðið  mun leika í II. deild  a-riðils,  en sú keppni fer fram í  Belgrad eða  Novi Sad í Serbíu dagana 9-15 apríl 2014
Ásamt íslendingum verða í riðlinum lið frá Eistlandi, Belgíu, Ástralíu Serbíu og Ísrael.

Kvennaliðið mun leika í II deild b-riðils og fer sú keppni fram í Reykjavík dagana 24-30 mars 2014
Ásamt íslendingum verða í riðlinum Slóvenia, Spánn, Króatía,  Belgía og Tyrkland.

U20 ára liðið mun leika í II. deild b-riðils en sú keppni fer fram í Jaca á Spáni dagana  11-17 janúar  2014
Ásamt íslendingum verða í riðlinum lið frá Spáni, Kóreu, Serbíu, Ástralíu og Kína.

U18 ára liðið mun leika í II. deild b-riðils en sú keppni fer fram í Tallinn í Eistlandi dagana 13-19  apríl 2014
Ásamt íslendingum verða í riðlinum lið  frá Eistlandi, Spáni, Serbíu, Belgíu og Kína.

HH