HM kvenna frestast

Alþjóðaíshokkísambandið (IIHF) hefur frestað heimsmeistaramóti kvenna sem var á dagskrá í mars næstkomandi.

Stefnt er að því að mótið verði í Króatíu 16. - 23. maí 2022.

Jón Benedikt Gíslason og Emil Alengaard landsliðsþjálfarar munu halda áfram landsliðsundirbúningi og æfingar fram að HM verða tilkynntar sérstaklega á facebook hópi landsliðsúrtaksins.