HM - karlar - 2009

Nú þegar öllum HM-mótum sem við höfum tekið þátt í er lokið er ekki úr vegi að skoða hvernig þetta lítur út fyrir næsta ár. Að sjálfsögðu þar sem um tvær deildir er að ræða er ekki vitað nákvæmlega með hverjum við verðum í riðli. Við byrjum á karlalandsliðinu en munum næstu daga fara yfir öll landslið.
 
Úr riðlunum í okkar deild, sem skiptist í A og B riðil,  voru það Ástralir og Rúmenar sem fóru upp. Ástralar voru greinilega jafn besta liðið í riðlinum og lék hörku vörn. Rúmenar unnu sinn riðil líka mjög sannfærandi, vorum með fjögur stig í forskot og 63 mörk í plús. Niður fór Ný-Sjálendingar og Írar og segja má að það sýni hversu mikill munur er milli deilda en bæði liðin komu upp á síðasta tímabili, og fara því beint niður aftur. Þetta sannast enn betur þegar horft er hverjir koma niður úr 1. deild. Suður-Kóreumenn sem við heimsóttum í fyrra koma beint niður aftur. Þeir áttu þó möguleika í deildinni, gerðu jafntefli við Hollendinga en töpuðu í framlengingu. Úr hinum riðlinum í deildinni koma Eistar sem eru 14 sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum.
Uppúr 3ju deild koma síðan lið Norður-Kóreu og Suður-Afríku en bæði þessi lið unnu sannfærandi sigur í keppninni sem að þessu sinni fór fram í Luxemborg.

Myndin var tekin úr leik Íslands og Nýja-Sjálands á nýafstöðnum heimsmeistaramóti.

HH