HM í Zagreb - Pistill 5 - Sigur á Serbíu, 5 - 1 og bronsverðlaun um hálsinn

Bronsverðlaunahafar! Ljósmynd: Kristján Jónsson
Bronsverðlaunahafar! Ljósmynd: Kristján Jónsson

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí gerði sér lítið fyrir og tryggði sér bronverðlaunin hér á HM í Zagreb með öruggum 5 – 1 sigri á Serbíu.  Liðið spilaði sinn besta leik á þessu móti í kvöld og nánast lék sér að Serbunum sem áttu ekkert í öflugt lið víkinganna úr norðri.

Þetta er besti árangur liðsins frá upphafi og þrátt fyrir liðið hafi í tvígang áður krækt sér í brons í 2.deild þá er þetta í fyrsta skiptið síðan fyrirkomulagi IIHF var breytt og deildinni skipt í efri og neðri deild.  Ísland var hér í kvöld að ná sér í bronverðlaun í efri hluta 2. deildar og til þess að ná þeim árangri þurfti liðið að leggja að velli bæði Ástralíu og Spán í fyrsta skiptið og svo Serbíu úrslitaleik um bronsið en, liðið hafði aðeins einu sinni áður lagt lið Serba að velli og það var í fyrra.

Liðið tók á móti bronsverðlaunum sínum í lok mótsins og á sama tíma var Emil Alengaard veitt sérstök verðlaun sem besta leikmenna íslenska liðsins á mótinu.  ÁFRAM ÍSLAND!!!!