HM í Serbíu

Í nótt barst Íshokkísambandi Íslands bréf frá Alþjóða íshokkísambandinu (IIHF) þar sem tilkynnt er að hugsanlega verði að fresta keppni í A riðli II deildar þar sem stórkostleg vélabilun varð í skautahöllinni í Novi Sad. IIHF vonast til þess að síðar í dag hafi vandinn verið greindur og að þá verði hægt að tilkynna þátttökuþjóðunum hvernig málin standa.

Landsliðsmenn og aðrir eru því beðnir um að fylgjast náið með heimasíðu IHI frameftir degi.

Nánari fréttatilkynningu IIHF varðandi málið má lesa hér.

HH