HM í Reykjavík

Nú styttist óðum í að 4. deildin í HM kvenna fari að hefjast. Í þessum skrifuðu orðum er lið Nýja-Sjálands að lenda en það er fyrsta liðið til að mæta á mótið. Dagskrá mótsins er komin upp hérna hægra meginn á síðunni.

Á morgun lenda síðan lið S-Kóreu og S-Afríku og á laugardaginn er von á liði Rúmena ásamt dómurum og öðru starfsfólki sem kemur á vegum IIHF.

Undirbúningur er nokkurn veginn á áætlun en þó vantar aðeins upp á að tekist hafi að mannar allar stöður til að halda mót sem þetta. Sett hefur verið upp sérstök undirsíða fyrir starfsmenn þar sem helstu upplýsingar er að finna. Síðan er undir "2011 IIHF World Women´s Championship Div IV" hér vinstra meginn á síðunni og heitir "Starfsmenn mótsins".

HH