HM í Belgrad - Pistill 3

Frá leik íslendinga og belga
Frá leik íslendinga og belga

HM í Belgrad - Pistill 3

Áfram skal haldið. Í dag kl. 16:30 mættu strákanir okkar sterku liði Belga. Mun betri leiktími, morgunmatur kl. 07:30, æfing kl. 09:00. Farið var yfir árherslur í vörn og sóknarleik með tilliti til leikaðferðar Belgana. Tim þjálfari og Gulli aðstoðarþjálfari höfðu eimitt kvöldið áður horft á leik Belgíu og Serba og kortlagt allt sem skipti máli. Hádegismatur kl.13:00 og svo beint upp í í höll aftur þar sem leikurinn gegn Belgum átti að fara fram.

Leikurinn við Belgíu gekk framar vonum, Ísland sigrði með 6 mörkum gegn 3, og með réttu sagt var þetta sögulegur sigur í íslensku íshokki. Við megum ekki gleyma því að lið Belgiu er í sæti fyrir ofan okkur í styrkleika og voru taldnir sigurstranglegri í okkar riðli. Þetta er líka í fyrsta skipti á HM sem við sigrum þá. Úrslit dagsins gera það að verkum ef við vinnu næstu 3 leiki eigum við vonum um silfurverðlaun á mótinu. Það væri besti árangur íslensk karlalandsliðs í íshokkí frá upphafi, en við þurfum að halda okkur á jörðinni og stefna núna einungis á það að vinna einn leik í einu.  Íshokkí er nú svoleiðis gert að á vissum dögum geta allir unnið alla í svo jafnsterkum riðli, ef menn koma ekki fullir að einbeitningu og vel undirbúnir til leiks

Þar sem ítarlega er gert grein fyrir gangi leiksins á www.mbl.is og góð viðtöl tekin við strákanna okkar læt ég algjörlega liggja eftir að fara út í það líka og bendi lika á statik IIHF um leikinna og beinar útsendingar þeirra á http://www.iihf.com/competition/383/live-stream

Á morgunn er frídagur í keppninni, þó svo að æfing verður seinnipartinn dagsins og liðsfundur þar á eftir. Þar verður m.a. farið ofan í leik okkar í dag á breiðskjá, þar sem Tim þjálfari er búinn að klippa hann til í sérstöku forriti. Snilldarlega gert!

Með góðri kveðju frá Belgrad

Jón Þór Eyþórsson