HM hálfnað hjá kvennalandsliði Íslands

HM hjá A-landsliði kvenna er nú rétt rúmlega hálfnað eftir leik dagsins í dag gegn Kasaksan.  Leikurinn var strembin fyrir okkar konur þar sem kvennalandsið Kasakstan er sterkt á þessu móti hafa þær unnið allar sínar viðureignir þar sem af er móti og sitja, þegar þetta er skrifað, í efsta sæti mótsins með 9 stig en ekki er ólíklegt að þær spænsku veiti þeim verðuga keppni á þessu móti en þær eiga leik gegn Belgíu síðar í dag.

Á morgun eiga okkar konur leik gegn kvennalandsliði Mexíkó en þær viðureignir hafa verði spennandi hingað til. Við eigum ákveðin harm að hefna þar sem við töpuðum fyrir þeim á HM á síðasta ári með aðeins einu marki og ekki mátti miklu muna að við næðum að jafna leikinn undir lokin.

Hægt er að skoða úrslit leikja og nánari tölfræði á vef IIHF.

Umfjallanir um leiki landsliðsins er hægt að finna á MBL.is og einnig er hægt að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á Youtube-síðu spænska sambandsins.

"Stórt tap gegn spánverum" - MBL.is

"Sannfærandi íslenskur sigur" - MBL.is

"Réðu ekki við Kasakstan" - MBL.is