HM 2014

Heimsmeistaramótið í efstu deild í íshokkí fer, einsog flestir vita, fram á hverju ári í apríl og maí. Síðastliðin ár hefur Ríkissjónvarpið sýnt frá leikjum í úrslitum og undanúrslitum og vonandi bæta þeir enn í á komandi árum. Svona mót eru ekki hrist fram úr erminni á einum degi og flestar þjóðirnar sem halda mótið byggja nýjar skautahallir fyrir mótið. Nú er í gangi umsóknarferli um mótið sem haldið verður 2014 en fram að þeim tíma verður mótið haldið á eftirfarndi stöðum:

Sviss árið 2009 (Bern, Zurich-Kloten),
Þýskaland árið 2010 (Köln, Mannheim)
Slóvakía árið 2011 (Bratislava, Kosice)
Finnland árið 2012 (Helsinki, Turku)
Svíþjóð árið 2013 (Stokkhólmur, Malmö) .

Þær þjóðir sem sóttu um eru (heimslistastaða í sviga fyrir aftan):

Hvíta-Rússland (9) Tékkland (5) Ungverjaland (20) Lettland (11) Úkraína (17).

Árið 2013 er því tilvalið að byrja sumarfríið í Stokkhólmi og skella sér á hokkíleik í Globen.

HH