HM 2010 karla U20

Landslið karla skipað leikmönnum 20 ára og yngri hefur verið skráð til þátttöku í 3ju deildarkeppni á HM. Keppnin verður haldin í Istanbul í Tyrklandi og mun fara fram dagana 4. til 10 janúar 2010.

Með Íslandi eru í riðli raðað eftir styrkleika:

Nýja-Sjáland
Ísland
Ástralía
Tyrkland
Búlgaría
N-Kórea

Eins og menn muna átti liðið að keppa í N-Kóreu á síðastliðnu tímabili en svo mörg lið sögðu sig frá keppni að ákveðið var að fella hana niður. Liðið hefur því ekki komið neitt saman en fljótlega má gera ráð fyrir að fundinn verði þjálfari fyrir liðið sem velur leikmenn og setur upp áætlun um æfingar og fleira.HH