HM - 2008 - Kanada

Nú fer að styttas í að forriðlunum á HM í Kanada fari að ljúka. Mörg úrslit hafa verið eftir bókinni í keppninni hingað til en alltaf er þó eitthvað um óvænt úrslit. Síðustu leikirnirnir í forriðli verða á morgun og þá fara liðin annarsvegar í milliriðla til áframhaldandi keppni. Hinsvegar fara neðstu liðin í hverjum forriðli í keppni um hver kemur til með að falla niður um deild. En aftur af úrslitunum sem komin eru fram að þessu. Segja má að frændur okkar danir og norðmenn hafi komið töluvert á óvart. Danir með því að taka Ítali í bakaríð með sex mörkum gegn tveimur en þeir hafa hingað til átt nokkuð erfitt uppdráttar á HM. Norðmenn hinsvegar sýndu Finnum klærnar og náðu við þá 2 -2 jafntefli en töpuðu síðan í framlengingu. Þetta sýnir að nú eru að verða til tvö sterk landslið í íshokkí á Norðurlöndunum í viðbót enda er íþróttin í mikilli uppsveiflu á báðum stöðum.

Önnur úrslit sem koma á óvart er öruggur sigur Svía á Frökkum en sá leikur fór 9 - 0 og sjálfsagt ætla Svíar sér að endurheimta titilinn úr höndum kanadamanna eins fljótt og auðið er. Sigur Þjóðverja á Slóvökum koma líka nokkuð á óvart en sá leikur fór 4 -2 og Slóvakaranir því ekki í eins góðri stöðu og þeir ætluðu sér.

Seinni partinn í dag fer síðan fram spennandi leikur þegar Kanadamenn og Bandaríkjamenn leiða saman lið sín saman. Meira af HM síðar.
 
HH