HM 2008 - Kanada

Þegar þetta er skrifað eru rúmlega sjö klukkustundir í að HM efstu deild karla hefjist í Kanada. Að þessu sinni eru riðlarnir spilaðir í Halifax og Quebec og enginn vafi er á að þetta heimsmeistaramót verður glæsilegt. Bæði kemur það til af því að íshokkí er einsog allir vita 100 ára á þessu ári og ekki síður að Kanadamenn halda keppnina. Kanadamenn, sem munu halda vetrararolympíuleikana 2010 í Vancouver, munu tjalda öllu til að þessi keppni verði sem glæsilegust þannig bara byrjunin að því sem koma skal. Samkvæmt góðum heimildum verða undanúrslitin og úrslitaleikurinn síðan sýnd á Rúv en þeir leikir fara fram í höllinni í Quebec en myndin hér að ofan er eimitt af henni. Þeir sem vilja fylgjast með keppninni geta farið inná heimasíðu IIHF en þar eru hinar og þessar fréttir að hafa um keppnina. Hockey Canada heldur einnig út síðu og hana má finna hér.

HH