Hertz-deild kvenna í dag, laugardaginn 15. október

Hertz deild kvenna
Hertz deild kvenna

Hertz-deild kvenna heldur áfram með látum, Björninn í Egilshöll tekur á móti Ynjum frá Akureyri og eigum við von á stórskemmtilegum íshokkíleik, kl 18:50.  Nú er um að gera að skella sér á stórskemmtilegan íþróttaviðburð og byrja laugardagskvöldið á að skella sér í Egilshöll. Staðan í deildinn er með þeim hætti að Ynjur eru efstar með 9 stig og Björninn vermir neðsta sætið með 1 stig, þannig að Bjarnar stelpurnar munu mæta grimmar til leiks á heimavelli og munu sýna í hvað þeim býr gegn norðan Ynjum.  Mætum hress og kát, vel klædd og með góða skapið.