Hertz-deild kvenna hefst á Akureyri, 24. september

Hertz-deild kvenna hefst á Akureyri, laugardaginn 24. september, með leik Ynja og SR.  Um er að ræða fyrsta leik Hertz-deildar kvenna.  Leikurinn fer fram um kl 19, eða strax á eftir leik meistaraflokks karla sem hefst kl 16:30.  Sá leikur er á milil SA Víkinga og SR.

Skautafélag Akureyrar hefur undanfarið endurnýjað nánast allt innandyra hjá sér í Skautahöllinni.  Búið að mála allt í hólf og gólf, ný gólfefni alls staðar, búið að endurnýja botnplötu hússins, og nýr rammi er kominn. Verður því frábært að koma og horfa á leiki hjá SA í vetur.  Innilega til hamingju með framkvæmdir sumarsins.

Upplýsingar um Hertz-deild kvenna frá facebook, ýta hér.

Upplýsingar um Hertz-deild karla frá facebook, ýta hér.