Hertz-deild karla. Fjölnir/Björninn vs SR

Í kvöld mætast Fjölnir/Björninn og SR í Egilshöll, í Hertz-deild karla.

Leikurinn hefst kl 19:45 og má búast við hörkuleik. 

Borgarholtsskóli mun streyma leiknum á Youtube rás Íshokkísambands Íslands og finna má link hér til hægri á heimasíðu ÍHÍ.

Þessi leikur er númer fjögur í mótaskránni.  Skautafélag Akureyrar er með sex stig, Fjölnir/Björninn með þrjú stig og Skautafélag Reykjavikur rekur lestina án stiga. 

Fjölmennum í Egilshöll í kvöld. Sjoppan verður opin og rjúkandi kaffi á boðstólnum.