Hertz deild karla að hefjast

Hertz deildin
Hertz deildin

Hertz deild karla hefst þriðjudaginn 20. september með leik Esju og Bjarnarins kl 20:OO í Skautahöllinni Laugardal.  Fyrirfram má búast við hörkuleik þar sem bæði lið hafa verið að styrkja sig að undanförnu og bæði lið ætla sér að vera í toppbaráttunni í vetur.  Gert er ráð fyrir góðri mætingu stuðningasmanna beggja liða, lofum hörku spennandi leik í Laugardalnum.  Næsti leikur er svo leikur SA og SR á Akureyri, þann 24. september kl 16:30.