Helgin

Móti 4. flokks tókst með miklum ágætum en það var haldið á Akureyri síðastliðinn laugar- og sunnudag. Á úrslitasíðunni okkar mátti jafnóðum sjá úrslit í leikjunum þannig að fyrir áhugasama foreldra og aðra aðstandendur var það þægileg lausn. Við förum nú í að fara yfir leikskýrslur og bera það saman við það sem kom fram í kerfinu og eftir það ætti að vera mögulegt að sjá hverjir eru stiga- og markahæðstir eftir helgina en einnig kemur fram hverjir hlutu flestar refsimínútur. Þetta ætti vonandi að birtast síðar í dag eða á morgunn nema um meiriháttar leiðréttingar verði að ræða.

HH